Skip navigation
9

Menntastefna

Auka við þekkingu og færni

Okkur er ljóst mikilvægi sí- og endurmenntunar. Til þess að fyrirtæki geti vaxið, þroskast og haldið samkeppnisstöðu sinni í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi er mikilvægt að við fáum tækifæri til að auka við þekkingu okkar og færni.

  • Við viljum að starfsmenn séu vel þjálfaðir og meðvitaðir um nýjungar í sinni starfsgrein þannig að fyrirtækið sé ávallt fremst á sínu sviði. Við berum sjálf ábyrgð á því að fylgjast með nýjungum í starfsgrein okkar.
  • Við sýnum frumkvæði í skipulagningu símenntunar okkar og tökum virkan þátt í árlegri endurskoðun þjálfunaráætlunar okkar.
  • Fræðsluþörf allra deilda er metin árlega til að tryggja að menntun starfsmanna fyrirtækisins sé ekki eingöngu miðuð við einstaklinga deildarinnar, heldur jafnframt heildarinnar. Stjórnendur miða áætlanir í fræðslumálum við framtíðarsýn sinnar deildar og fyrirtækisins.
  • Til þess að tryggja almenna vöruþekkingu starfsmanna eru haldnar reglubundnar kynningar fyrir starfsmenn og ennfremur lögð áhersla á mikilvægi gæða framleiðslunnar.
  • Námskeiðs- og ráðstefnuumsóknir starfsmanna eru metnar með það í huga að námið nýtist fyrirtækinu eða viðskiptavinum þess.
  • Við miðlum þekkingu þeirri sem við hljótum við endurmenntun til annarra starfsmanna fyrirtækisins með óformlegum eða formlegum hætti.

Mannauðsdeild Össurar

Mannauðsdeild Össurar kappkostar við að veita núverandi og verðandi starfsmönnum Össurar framúrskarandi þjónustu. Mannauðsdeildin er staðsett í aðalstöðvum Össurar að Grjóthálsi 5. Til þess að hafa samband við hana er hægt að nota formið Almenn fyrirspurn (hér). Einnig er hægt að hafa samband í síma 515 1300.

Starfsumsóknir skulu sendar í gegnum umsóknakerfi Össurar: Workday