Skip navigation
9

Gildi Össurar

Heiðarleiki, Hagsýni, Hugrekki

Fyrirtækismenning Össurar einkennist af frumkvæði, metnaði, drifkrafti og samvinnu. Til að viðhalda þeim starfsanda sem ríkir hjá Össuri höfum við þrjú megingildi að leiðarljósi í daglegu starfi okkar:

Heiðarleiki

Við auðsýnum virðingu með því að halda okkur við staðreyndir, standa við gefin loforð, uppfylla kröfur og viðurkenna mistök. Við hlúum að heiðarlegum samskiptum innan fyrirtækisins með því að deila upplýsingum og taka tillit til vinnuálags hvers annars.

Hagsýni

Við notum fjármuni fyrirtækisins af skynsemi. Við höfum það að markmiði að halda kostnaði í lágmarki á öllum sviðum viðskipta með árangursríkum samskiptum, undirbúningi og skipulagningu og kappkostum að bæta vinnuferla.

Hugrekki

Við notum frelsi okkar til athafna. Við erum opin fyrir breytingum og keppum stöðugt að framförum. Við bjóðum óskrifuðum reglum byrginn, sýnum frumkvæði og tökum meðvitaða áhættu, en tökum jafnframt ábyrgð á hugmyndum okkar, ákvörðunum og athöfnum.


Mannauðsdeild Össurar

Mannauðsdeild Össurar kappkostar við að veita núverandi og verðandi starfsmönnum Össurar framúrskarandi þjónustu. Mannauðsdeildin er staðsett í aðalstöðvum Össurar að Grjóthálsi 5. Til þess að hafa samband við hana er hægt að nota formið Almenn fyrirspurn (hér). Einnig er hægt að hafa samband í síma 515 1300.

Starfsumsóknir skulu sendar í gegnum umsóknakerfi Össurar: Workday