Skip navigation
9

Mannauður

Mannauðurinn er hverju fyrirtæki dýrmætur. Össur er hátæknifyrirtæki og árangur þess undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.

Starfsánægja

Í síðustu vinnustaðagreiningu sem framkvæmd var kom fram að starfsmenn eru afar ánægðir hjá Össuri. Meðaleinkunn fullyrðingarinnar " Ég er stolt(ur) af því að vinna hjá Össuri " var 4.6, en hæsta mögulega einkunn er 5.0.

 

Mannauðsdeild Össurar

Mannauðsdeild Össurar kappkostar við að veita núverandi og verðandi starfsmönnum Össurar framúrskarandi þjónustu. Mannauðsdeildin er staðsett í aðalstöðvum Össurar að Grjóthálsi 5. Til þess að hafa samband við hana er hægt að nota formið Almenn fyrirspurn (hér). Einnig er hægt að hafa samband í síma 515 1300.

Starfsumsóknir skulu sendar í gegnum umsóknakerfi Össurar: Workday