Skip navigation
9

Heimsóknir hópa til Össurar

Össur tekur á móti hópum frá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á að kynnast starfsemi Össurar. Við tökum einnig á móti hópum sem stunda nám á háskólastigi sem tengist starfsemi fyrirtækisins. Við óskum eftir því að hópar sem hafa áhuga á að heimsækja okkur fylli út vefformið hér að neðan. Vinsamlega veitið sem bestar upplýsingar um hópinn til þess að hægt sé að koma til móts við hann hvað varðar dagskrá og umfjöllunarefni. Hámarks fjöldi er um 35-40 manns.

Tekið er á móti hópum á virkum dögum frá kl 15 – 17.

Vinsamlega athugið að Össur veitir ekki áfengi í heimsóknum hópa.