Skip navigation
9

Össur á Íslandi og loftslagsmál

Árið 2016 setti Össur á Íslandi sér það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni um 50% árið 2020, miðað við árið 2015. Stærstu losunarþættir starfseminnar eru viðskiptaferðir starfsmanna og útflutningur, sem voru tæp 80% af losun árið 2018./p>

Niðurstöður ársins 2018 sýna að losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Össurar á Íslandi hefur dregist saman um tæp 33% miðað við árið 2015. Þar vegur þyngst kolefnisjöfnun viðskiptaferða en um 8800 tré verða gróðursett til að kolefnisjafna 880 tonn CO2. Þetta jafngildir árlegum akstri tæplega 300 bensínknúinna fólksbíla. Hlutfall flokkaðs úrgangs var 57% árið 2018, það sama og árið 2017.

Nánari upplýsingur um frammistöðu Össurar í umhverfismálum má finna í skýrslu um samfélagsábyrgð hér.