Skip navigation
9

Össur á Íslandi og loftslagsmál

Árið 2016 setti Össur á Íslandi sér það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni um 50% árið 2020, miðað við árið 2015. Stærstu losunarþættir starfseminnar eru viðskiptaferðir starfsmanna og útflutningur, sem voru um 80% af losun árið 2017.

Niðurstöður ársins 2017 sýna að losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Össurar á Íslandi hefur dregist saman um tæp 45% miðað við árið 2015. Þar vegur þyngst kolefnisjöfnun viðskiptaferða en um 6200 tré verða gróðursett til að kolefnisjafna 660 tonn CO2. Þetta jafngildir árlegum akstri um 210 bensínknúinna fólksbíla. Úrgangsmyndun á hvern starfsmann hefur dregist saman um 4% frá árinu 2015 sem þakka má bættri nýtingu í framleiðslu og endurbótum á flokkunarkerfi.

Nánari upplýsingur um frammistöðu Össurar í umhverfismálum má finna í skýrslu um samfélagsábyrgð hér.