Skip navigation
9

Össur hf. var að birta uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung 2017

Össur hf. var að birta uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung 2017:

 • Sala í fjórða ársfjórðungi 2017 nam 154 milljónum Bandaríkjadala (16 milljörðum íslenskra króna) sem samsvarar 7% innri vexti.
 • Stoðtækjarekstur óx um 11% með áframhaldandi góðu gengi í hátæknivörum. Innri vöxtur í spelkum og stuðningsvörum var 3%.
 • EBITDA óx um 15% í staðbundinni mynt í fjórða ársfjórðungi 2017 og nam 30 milljónum Bandaríkjadala (3,1 milljarði íslenskra króna) eða 20% af sölu samanborið við 19% af sölu í fjórða ársfjórðungi 2016. Góður söluvöxtur hafði jákvæð áhrif á arðsemi í fjórðungnum.
 • Hagnaður í fjórða ársfjórðungi 2017 nam 23 milljónum Bandaríkjadala (2,4 milljörðum íslenskra króna) eða 15% af sölu.

Árið 2017 í heild:

 • Sala á árinu 2017 nam 569 milljónum Bandaríkjadala (61 milljarði íslenskra króna), sem samsvarar 8% vexti í staðbundinni mynt og 5% innri vexti.
 • Stoðtækjasala óx um 9% og yfir áætluðum markaðsvexti með góðu gengi í hátæknivörum á borð við gervigreindarhnéð RHEO KNEE®. Innri vöxtur í spelkum og stuðningsvörum var 1%.
 • EBITDA að teknu tilliti til einskiptisliða óx um 10% í staðbundinni mynt og nam 103 milljónum Bandaríkjadala (11 milljörðum íslenskra króna) eða 18% af sölu. Góður söluvöxtur og samlegðaráhrif leiddu til þess að EBITDA óx hraðar en sala.
 • Hagnaður óx um 13% og nam 58 milljónum Bandaríkjadala (6,2 milljörðum íslenskra króna) eða 10% af sölu.
 • Stjórn félagsins mun leggja til við aðalfund að greiddur verði arður sem nemur DKK 0,13 á hlut fyrir árið 2017, sem er hækkun um 8% á hlut frá fyrra ári.
 • Stjórn félagsins mun jafnframt leggja til við aðalfund að hlutafé félagsins verði lækkað með niðurfellingu 6,354,662 eigin hluta.
 • Áætlun fyrir árið 2018 er 4-5% innri vöxtur, ~19% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, ~4% fjárfestingarhlutfall og virkt skattahlutfall á bilinu 23-24%.

Jón Sigurðsson, forstjóri:

“Söluvöxtur á árinu var einna helst drifinn áfram af stoðtækjum með sölu umfram áætlaðan markaðsvöxt sem og hátæknivörum okkar í bæði stoðtækjum og spelkum og stuðningsvörum. Við jukum fjárfestingar í rannsóknarverkefnum fyrir hátæknivörur á árinu, þar á meðal spelkur með gervigreind, en engu að síður óx rekstrarhagnaður okkar hraðar en sala vegna aukinnar sölu á hátæknivörum, samlegðaráhrifa og stærðarhagkvæmni.”

Allar fjárfestafréttir um Össur má nálgast á heimasíðu okkar: www.ossur.com/corporate/investor-relations

Hér er hlekkur á ársskýrslu Össurar fyrir árið 2017

Meðfylgjandi er ársfjórðungsuppgjör og fjárfestakynning okkar á ensku fyrir fjórða ársfjórðung og allt árið 2017.

Q4 2017 - Company announcement

Interim Report Q4 2017 and Annual Report 2017

FY 2017 - Investor Presentation