Skip navigation
9

Össur hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2017

  • Sala á þriðja ársfjórðungi (Q3) 2017 nam 139 milljónum Bandaríkjadala (15 milljörðum íslenskra króna) sem samsvarar 5% söluvexti og 3% innri vexti, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt. Sala á fyrstu níu mánuðum ársins (9M) 2017 nam 415 milljónum Bandaríkjadala (45 milljörðum íslenskra króna) sem samsvarar 9% söluvexti og 4% innri vexti, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.
  • Stoðtækjarekstur óx um 5% á meðan vöxtur í spelkum og stuðningsvörum var flatur í fjórðungnum.
  • EBITDA í Q3 2017 að teknu tilliti til einskiptisliða nam 25 milljónum Bandaríkjadala (2,6 milljörðum íslenskra króna) eða 18% af sölu og óx um 4% mælt er í staðbundinni mynt. Fjárfestingar í langtíma rannsóknar- og þróunarverkefnum og óhagstæðar gengishreyfingar settu svip sinn á framlegð í fjórðungnum. EBITDA á 9M 2017 að teknu tilliti til einskiptisliða nam 73 milljónum Bandaríkjadala (7,8 milljörðum íslenskra króna) eða 17% af sölu og óx um 8% mælt er í staðbundinni mynt.
  • Hagnaður í Q3 2017 nam 11 milljónum Bandaríkjadala (1,2 milljörðum íslenskra króna) eða 8% af sölu. Hagnaður á 9M 2017 nam 35 milljónum Bandaríkjadala (3,8 milljörðum íslenskra króna).

 

Jón Sigurðsson, forstjóri:
“Söluvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins er einna helst drifinn áfram af stoðtækjarekstri félagsins sem hefur vaxið umfram áætlaðan markaðsvöxt. Þá erum við einnig ánægð að sjá hátæknivörur okkar vegna vel, bæði stoðtækjum og spelkum og stuðningsvörum, svo sem RHEO KNEE® og Unloader One®. Í september tilkynntum við um fyrirhugaðar breytingar á rekstri Össurar til að auka enn frekar skilvirkni og arðsemi félagins. Við munum sjá fyrstu merki þeirra breytinga á árinu 2018.“

Q3 2017 - Company Announcement - web

Q3 2017 - Investor Presentation

Q3 2017 - Company Announcement

Allar fréttir um Össur má nálgast á heimasíðu okkar: http://www.ossur.com/corporate/