Skip navigation
9

Paralympic dagur í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal


Síðastliðinn laugardag hélt Íþróttasamband Fatlaðra svokallaðan Paralympic dag í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þar voru sýndar ýmsar íþróttir sem gestir gátu prófað, m.a. blindrafótbolti, hjólreiðar, boccia og borðtennis. Einn af okkar Team Össur meðlimum, Markus Rehm langstökkvari, mætti og tók nokkur stökk ásamt því að keppa á móti blindum spretthlaupara í 60 metra hlaupi.

Dagurinn tóks með eindæmum vel og voru þátttakendur ánægðir með framkvæmdina. Össur var með brot af vöruúrvalinu sínu til sýnis. Hér á myndinni má sjá langstökkvarann Markus Rehm ásamt Chris Kolbeck markaðsstjóra stoðtækja á þýskalandsmarkaði.