Skip navigation
9

Össur tekur þátt í Sjávarútvegssýningunni

Sjávarútvegssýningin fer fram í Fífunni, Kópavogi, dagana 13. – 15. september n.k. Opið er frá 10:00-18:00.

Össur verður nú með í fyrsta sinn til þess að sýna breiddina í vöruúrvali og þjónustu sem er í boði. Á sýningunni verður fjölbreytt úrval af spelkum og stuðningsvörum vegna stoðkerfisvandamála, slita í liðum, slysa eða íþróttameiðsla. Sérfræðingar verða á staðnum til að veita ráðgjöf.

Hjá Stoðtækjaþjónustu Össurar starfa stoðtækjafræðingar sem eru löggildir heilbrigðisstarfsmenn. Í verslun okkar er fjölbreytt úrval af spelkum og stuðningsvörum. Mikilvægt er að rétt spelka sé valin við hæfi hvers og eins til að spelkan veiti réttan stuðning og tryggi hámarks árangur.

Verslun Össurar er opin alla virka daga milli kl 8:30 – 16:00
Tímabókanir í síma 515 1300