Skip navigation
9

Kolefnisjöfnun á vinnuferðum starfsmanna

Össur á Íslandi hefur sett sér loftslagsmarkmið og er eitt þeirra að kolefnisjafna vinnuferðir starfsmanna. Árið 2016 fóru starfsmenn í tæplega 820 vinnuferðir og losnuðu við það um 620 tonn af koltvísýringi (CO2) sem jafngildir meðalútblæstri frá tæplega 200 bensínknúnum fólksbílum í eitt ár. Þann 23. maí s.l. var skrifað undir samning við Kolvið sem mun kolefnisjafna þessa losun með því að planta um 6000 trjám.

Össur er alþjóðlegt fyrirtæki og nýtir starfsfólk sér síma- og fjarfundabúnað í daglegu starfi. Vinnuferðir eru þó nauðsynlegur hluti af rekstrinum því mannlegi þátturinn er ætíð mikilvægur í öllum samskiptum. Á heimasíðu Kolviðar má finna ýmsar upplýsingar um kolefnisjöfnun.


Við undirritun samnings um kolefnisjöfnun. Frá vinstri: Hulda Hallgrímsdóttir (Össur), Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir (Össur), Reynir Kristinsson (Kolviður) og Einar Gunnarsson (Kolviður).