Skip navigation
9

Vinnudagur í Reykjadal

Á síðasta ári hófu Össur og Reykjadalur samstarf þar sem að Össur leggur til sérþekkingu og vinnuframlag sem felst einkum í því að starfsfólk Össurar sérhannar hluti, aðstoðar við viðhald og hjálpar til við þrif og almennt þau verk sem þarf að ganga í áður en sumarbúðinar opna á vorin. Föstudaginn 12. maí sl. fjölmenntu starfsmenn Össurar upp í Reykjadal, annað árið í röð, til þess að hjálpa til við að gera allt tilbúið fyrir sumarið.


„Við í Reykjadal erum mjög þakklát að hafa samstarfsaðila eins og Össur. Starfsfólk Össurar hefur mikla þekkingu á þörfum fatlaðra einstaklinga og hafa hjálpað okkur við að leysa ýmis verkefni sem annars hefðu verið kostnaðarsöm. Þar að auki er líka mjög áægjulegt að sjá hvað það er dýrmætt fyrir starfsólkið að geta tekið þátt í verkefni sem þessu.“
Andrés Páll Baldursson, forstöðumaður Reykjadals

Í Reykjadal starfrækir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs, en Reykjadalur eru einu sumarbúðirnar fyrir fötluð börn á Íslandi í dag. Í Reykjadal eiga gestirnir eftirminnilegar stundir með vinum sínum og félögum í umsjá fjörugra og ábyrgra stuðbolta. Um 250-300 gestir koma hvert sumar og komast færri að en vilja.