Skip navigation
9

Össur Hf. var að birta fyrsta ársfjórðungsuppgjör 2017

 • Sala nam 131 milljónum Bandaríkjadala (14,7 milljörðum íslenskra króna) samanborið við 114 milljón Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2016 og nam söluvöxtur frá fyrra ári 17%, þar af 7% innri vöxtur, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.
 • EBITDA nam 20 milljónum Bandaríkjadala (2,3 milljörðum íslenskra króna) eða 16% af sölu og jókst um 26% ef mælt er í staðbundinni mynt.
 • Hagnaður jókst um 13% mældur í Bandaríkjadölum og nam 10 milljónum Bandaríkjadala (1,1 milljörðum íslenskra króna) eða 8% af sölu.
 • Rekstraráætlun fyrir árið 2017 er óbreytt:
  • Söluvöxtur í staðbundinni mynt á bilinu 7-8%.
  • Innri söluvöxtur í staðbundinni mynt á bilinu 4-5%.
  • EBITDA framlegð aðlöguð fyrir einskiptiskostnaði á bilinu 19-20% af sölu.
  • Fjárfestingar (CAPEX) um 4% af sölu.
  • Virkt skatthlutfall um 26%.

   

  Jón Sigurðsson, forstjóri:
  “Við erum ánægð með niðurstöðu fyrsta ársfjórðungs sem sýnir góðan innri vöxt og stöðuga arðsemi, en fyrsti ársfjórðungur er jafnan sá slakasti á árinu hjá okkur. EMEA og APAC sýndu góðan vöxt í fjórðungum og sala á stoðtækjum gekk vel í Ameríku. Söluvöxtur á heimsvísu var drifin áfram af hágæða vörunum okkar. Samþætting vegna kaupa á Touch Bionics og Medi Prosthetics gengur samkvæmt áætun og erum við spennt að sjá þau dafna.”

  Þriðjudaginn 2. maí verður hádegisverðarfundur haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 5 á 4. hæð kl. 12:00 þar sem Sveinn Sölvason, fjármálastjóri, mun kynna niðurstöður fyrsta ársfjórðungs.

  Q1 2017 Company Announcement

  Q1 2017 Investor Presentation

  Allar fréttir um Össur má nálgast á heimasíðu okkar: http://www.ossur.com/corporate/