Skip navigation
9

Össur er vinsælasta fyrirtækið á Íslandi 2017 samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar

Tímaritið Frjáls Verslun útnefnir árlega vinsælasta fyrirtækið á Íslandi. Niðurstöðurnar koma úr netkönnun sem framkvæmd var meðal almennings á Íslandi í lok janúar. Þátttakendur svöruðu spurningunni „Vildir þú nefna eitt til þrjú fyrirtæki sem þú hefur jákvætt viðhorf til ?“. 18,8 % svarenda nefndu Össur, en fyrirtækið í 2. sæti fékk 11 % atkvæða. Össur var í 3ja sæti í könnunni í fyrra og þessar niðurstöður því mikil fagnaðarefni.