Jafnlaunastefna Össurar

Við störfum  samkvæmt jafnlaunakerfi sem nær til alls starfsfólks Össurar á Íslandi.

Tilgangur Össurar með jafnlaunakerfi er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu starfsfólks óháð kyni, innan fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundinn mismunur eigi sér stað.

Samhliða jafnlaunastefnu störfum við samkvæmt jafnréttisstefnu Össurar og höfum sett okkur jafnréttisáætlun. Með jafnréttisáætluninni eru stjórnendur og starfsfólk  minnt á mikilvægi þess að allir fái notið sín í starfi í Össuri óháð  kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðana, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Launajafnrétti

Kynjum skulu greidd jöfn laun,  njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt eða sambærileg störf sem og hvers konar frekari þóknanaog njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hver önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár.

Jafnlaunastefnan er unnin samræmi við þau lög og reglugerðir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt  kynjanna og er hluti af launastefnu Össurar. VP of People Iceland skal vera meðvitaður um að stöðugar umbætur þurfa að eiga sér stað.

Yfirstjórn skal setja fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið árlega. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.


WI-00369, rev.3