Mannauðurinn er hverju fyrirtæki dýrmætur. Össur er hátæknifyrirtæki og árangur þess undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.

Gildi Össurar

Heiðarleiki

Við sýnum virðingu með því að halda okkur við staðreyndir, standa við gefin loforð, uppfylla kröfur og viðurkenna mistök. Við hlúum að heiðarlegum samskiptum innan fyrirtækisins með því að deila upplýsingum og taka tillit til vinnuálags hvers annars.

Hagsýni

Við notum fjármuni fyrirtækisins af skynsemi. Við höfum það að markmiði að halda kostnaði í lágmarki á öllum sviðum viðskipta með árangursríkum samskiptum, undirbúningi og skipulagningu og kappkostum að bæta vinnuferla.

Hugrekki

Við notum frelsi okkar til athafna. Við erum opin fyrir breytingum og keppum stöðugt að framförum. Við bjóðum óskrifuðum reglum byrginn, sýnum frumkvæði og tökum meðvitaða áhættu, en tökum jafnframt ábyrgð á hugmyndum okkar, ákvörðunum og athöfnum.

Við bætum hreyfanleika fólks


Starf hjá Össuri er sannarlega gefandi.  Starfsemi okkar gengur út á að bæta líf fólks á hverjum degi. Við erum stolt af því sem við gerum. Við leggjum okkar metnað í það að skapa framúrskarandi vinnustað. Það gerum við til að mynda með því að meta hvern og einn starfsmann, hjálpa þeim að ná árangri og leggja okkar að af mörkum svo þeir njóti hvers dags hjá Össuri.
Sérfræðingar okkar um allan heim leggja sig fram við að hjálpa fólki að lifa lífi sínu án takmarkana. Nýsköpun drífur okkur áfram og við leitumst við að vera leiðandi á okkar markaði, hæfileikaríkir starfsmenn Össurar gera okkur það kleift.

Við erum Össur

Starfsmenn Össurar gera það að verkum að Össur nær árangri. Við vinnum saman að sameiginlegum markmiðum og fögnum því að ná árangri.

Við höfum ástríðu, metnað og fögnum fjölbreytileikanum:

Starfstitlar skipta okkur litlu máli – Það er þitt framlag sem skiptir okkur máli.
Við bjóðum uppá óhefðbundin starfstækifæri fyrir fólk sem hefur frumkvöðulinn í sér. Við gefum starfsfólki okkar svigrúm til að takast á við nýjar áskoranir, það eru næg tækifæri til að grípa. Við leggjum áherslu á ánægju og vellíðan á vinnustað.
Við erum heiðarleg, hagsýn og hugrökk.

Ráðningar

Össur leggur metnað í að ráða metnaðarfulla einstaklinga sem eru hæfir um að takast á við krefjandi verkefni í síbreytilegu umhverfi.
Við sækjumst eftir ástríðufullum einstaklingum sem deila okkar sýn og vilja við að skapa líf án takmarkana fyrir viðskiptavini okkar.
Okkar umhverfi hentar einstaklingum sem eru hugmyndaríkir, hugrakkir, hugsa til framtíðar og langar að upplifa að framlag þeirra skipti máli.

Vöxtur og þróun

Við erum meðvituð um mikilvægi endurmenntunar starfsfólks.
Til að fyrirtækið geti vaxið, þróast og haldið samkeppnisforskoti sínu í síbreytilegu alþjóðaumhverfi, er mikilvægt að starfsfólk okkar fái tækifæri til að bæta þekkingu sína og færni.

Jafnvægi vinnu og einkalífs

Össur leggur sig fram við að bjóða upp á umhverfi þar sem jafnvægi á milli vinnu og einkalífs helst í hendur.
Við bjóðum uppá sveigjanleika fyrir starfsmenn til að auðvelda jafnvægi á vinnu og einkalífi. Við skiljum að sveigjanleiki og sjálfstæði eru nauðsynleg þar sem fólk vill ná árangri.
Við stuðlum að heilbrigðum lífsstíl með því að hvetja starfsmenn til  þátttöku í athöfnum sem auka heilsu og vellíðan bæði innan sem og utan vinnustaðar.

Sjálfboðaliðadagurinn

Össur leggur ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð.

Össur Give Back verkefnið er liður í því að gefa starfsmönnum Össurar um allan heim tækifæri til að vinna einn dag á ári í sjálfboðavinnu á launum. Starfsmenn eru þannig hvattir til að finna samtök eða félög sem þurfa á aðstoð að halda og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Fjölbreytileiki - Jafnrétti

Össur er jafngildis fyrirtæki sem tekur mið af hæfni frekar en kyni eða kynþætti.
Við viljum fá besta mögulega frambjóðanda í allar stöður. Við vinnum að því að hafa fjölbreytt starfsfólk og veita umhverfi þar sem fólk getur byggt upp sinn atvinnuferil.
Össur leggur áherslu á jafnrétti, í sama hvaða mynd það er. Við erum jafnlaunavottuð síðan 2017 og er markmiðið að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls.
Í jafnréttisáætlun Össurar eru stjórnendur og starfsmenn minntir á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs eða stöðu.
Sjá hér meira um samfélagslega ábyrgð Össurar.

Össurar gleði!

Starfsmenn Össurar kunna að njóta sín bæði í leik og starfi.
Hjá Össuri er boðið upp á alls kyns viðburði innan og utan vinnu þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Starfsánægja

Í síðustu vinnustaðagreiningu sem framkvæmd var kom fram að starfsmenn eru afar ánægðir hjá Össuri. Meðaleinkunn fullyrðingarinnar " Ég er stolt(ur) af því að vinna hjá Össuri " var 4.6, en hæsta mögulega einkunn er 5.0.

Mannauðsdeild Össurar

Mannauðsdeild Össurar kappkostar við að veita núverandi og verðandi starfsmönnum Össurar framúrskarandi þjónustu. Mannauðsdeildin er staðsett í aðalstöðvum Össurar að Grjóthálsi 5. Til þess að hafa samband við hana er hægt að nota formið Almenn fyrirspurn (hér). Einnig er hægt að hafa samband í síma 515-1300.

Starfsumsóknir skulu sendar í gegnum umsóknarkerfi Össurar: Workday