Styrktarbeiðnir

Össur styrkir margvísleg samfélagsleg verkefni á hverju ári.

Stefna Össurar er að beina styrkveitingum fyrst og fremst til fatlaðra og félaga- og stuðningssamtaka sem vinna með fötluðum. Því til stuðnings höfum við verið einn helsti samstarfs- og styrktaraðili Íþróttasambands fatlaðra í yfir 30 ár.

Össur er einnig stoltur styrktaraðili verkefnisins Römpum upp Ísland en tilgangur verkefnsins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi með því að bæta við um 1000 römpum um allt land fyrir 2026.

Vegna fjölda eftirspurna eftir styrkjum frá starfsmannafélögum, íþróttafélögum og öðrum félagasamtökum sem við viljum ekki gera upp á milli, þá einblínum við á fyrrnefnda málaflokka sem tengjast okkar kjarnastarfsemi. Því miður er ekki hægt að verða við styrkbeiðnum sem koma símleiðis eða í gegnum tölvupóst. Vinsamlega athugið að ekki er hægt að verða við þeim styrkbeiðnum sem þarfnast aðgerða innan 7 daga. Ef svar hefur ekki borist innan 30 daga, má líta svo á að styrkbeiðninni hafi verið hafnað. 

Þeir sem vilja sækja um styrk hjá Össuri á Íslandi eru beðnir um að fylla út neðangreint eyðublað: