Slitgigt


Slitgigt er algengasta gerð gigtar. Nú til dags vita læknar að verkur vegna slitgigtar orsakast af sliti í hnéliðnum og bólgum sem því fylgja. Slitgigt í hné kemur til þegar brjóskið sem hylur og dempar beinendana brotnar niður og veldur sársauka og skertri hreyfigetu þegar bein nuddast við bein. Þegar yfirborð beinsins slitnar við núning getur slíkt breytt aflfræði hnésins og einnig valdið skekkju í liðnum. Slíkt er kallað liðhrörnun eða slitgigt og er algengasta gerð gigtar.

Ýmis stig slitgigtar: stirðleiki, óþægindi og verkur í hné


Á fyrstu stigum slitgigtar myndast dældir í brjóskið og slíkt veldur stirðleika í hnénu. Af þeim sökum dregur fólk úr hreyfingu eða vinnu vegna óþæginda og sársauka. Á seinni stigum slitgigtar slitnar brjóskið þar til beinið er óvarið og tvö stærstu beinin í hnéliðnum – lærleggurinn og sköflungurinn – núast saman. Mikill sársauki, stirðleiki og bólga verður þegar hrörnunin er langt gengin.

Hverjar eru orsakir slitgigtar í hné?


Hrörnun brjósksins í hnénu er yfirleitt eðlilegur þáttur öldrunar en getur hafist mun fyrr ef hnéð verður fyrir áverkum. Stöðug þyngd sem er lögð á hnén veldur því að brjóskið hrörnar mjög hratt, sér í lagi ef þú sinnir störfum sem krefjast mikils burðar eða ef þú stundar mikla hreyfingu. Í mörgum tilvikum hraðar aukin þyngd (jafnvel aukin líkamsþyngd) hrörnunarferlinu. Um það bil 1 af hverjum 5 fullorðnum einstaklingum eldri en 45 ára er með slitgigt í hné og flestir eru með slitgigt að lokinni starfsævi. Það er þó huggun að hægt er að meðhöndla þetta algenga lífaflfræðilega vandamál með áhrifaríkum hætti.

Hvaða kostir standa mér til boða?


Þótt ekki sé hægt að lækna slitgigt eru ýmsir kostir í boði til að lina sársaukann og gera þér kleift að stunda dagleg störf. Hnéspelkan frá Össuri er meðferðarúrræði sem krefst ekki skurðaðgerðar. Hún hentar kannski ekki öllum, en hún getur hjálpað þér að auka hreyfingu og minnka þörf fyrir lyf eða skurðaðgerð til að lina sársaukann. Stoðtækjaþjónusta Össurar sérhæfir sig í veita faglega ráðgjöf við val á spelkum og stuðningsvörum.